Titilvörn Miami hófst með tapi 22. apríl 2007 11:07 Það var hart barist í leik Miami og Chicago í nótt. MYND/Getty New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik. NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik.
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira