Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna 22. apríl 2007 11:41 Fall of Man er einn þeirra tölvuleikja sem hægt er að spila í mikilli upplaun á PS3. Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Einungis dýrari útgáfan hefur verið seld í Evrópu. Dýrari útgáfan af Playstation 3 er með búnað til að tengjast netinu og lesa minnistkort. Í Bandaríkjunum kostar hún 599 dali (39.000 kr) en sú ódýrari var seld á 499 dali (32.000 kr). Hér á landi kostar dýrari útgáfan af Playstation 3 milli 65 og 70 þúsund krónur. Breska dagblaðið Guardian segir að áhuginn á dýrari útgáfunni hafi reynst svo mikill í Bandaríkjunum að níu slíkar tölvur hafa verið seldar fyrir hverja eina af ódýrari gerðinni. Í Japan verða ódýrari tölvurnar áfram til sölu. Playstation 3 er í mikilli samkeppni við Nintendo Wii og Xbox 360 á alþjóðlegum markaði. Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Einungis dýrari útgáfan hefur verið seld í Evrópu. Dýrari útgáfan af Playstation 3 er með búnað til að tengjast netinu og lesa minnistkort. Í Bandaríkjunum kostar hún 599 dali (39.000 kr) en sú ódýrari var seld á 499 dali (32.000 kr). Hér á landi kostar dýrari útgáfan af Playstation 3 milli 65 og 70 þúsund krónur. Breska dagblaðið Guardian segir að áhuginn á dýrari útgáfunni hafi reynst svo mikill í Bandaríkjunum að níu slíkar tölvur hafa verið seldar fyrir hverja eina af ódýrari gerðinni. Í Japan verða ódýrari tölvurnar áfram til sölu. Playstation 3 er í mikilli samkeppni við Nintendo Wii og Xbox 360 á alþjóðlegum markaði.
Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira