Átti marga aðdáendur og fjendur 23. apríl 2007 19:45 Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira