Margir mótmælendur handteknir í Istanbúl Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 12:10 Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum. Það var þennan dag árið 1977 sem byssumenn skutu á kröfugöngu sem fór friðsamlega um götur Istanbúl. Rúmlega þrjátíu týndu lífi. Flestir þeirra tróðust undir þegar öngþveiti skapaðist um leið og skotið var á hópinn. Þessa óhæfuverks vildu verkalýðsleiðtogar minnast á Taksim-torgi í miðborg Istanbúl í dag. Yfirvöld veittu leyfi fyrir fámennri minningarathöfn en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði leyft á torginu síðan herinn rændi völdum í Tyrklandi 1980. Spenna er mikil í landinu vegna deilna um val á næsta forseta. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, sækist eftir embættinu og óttast margir Tyrkir að ef hann komist til valda verði minni skil milli stjórnmála og trúarbragða í landinu. Herinn hefur hótað afskiptum og stjórnlagadómstóll tekur nú fyrir kæru stjórnarandstöðunnar sem vill að boðað verði þegar til þingkosninga og síðan verði valinn nýr forseti. Uppúr sauð í morgun þegar minningarathöfnin hófst og 580 mótmælendur voru handteknir. Að sögn lögreglu voru sumir þeirra vopnaðir byssum, hnífum og eldsprengjum. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Beinar útsendingar sjónvarpsstöðvanna voru bannaðar frá torginu um tíma. Óttast er að til frekari átaka kokmi í Istanbúl og á fleiri stöðum í Tyrklandi í dag. Hlutum Instanbúl hefur verið lokað fyrir umferð vegna þessa í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum. Það var þennan dag árið 1977 sem byssumenn skutu á kröfugöngu sem fór friðsamlega um götur Istanbúl. Rúmlega þrjátíu týndu lífi. Flestir þeirra tróðust undir þegar öngþveiti skapaðist um leið og skotið var á hópinn. Þessa óhæfuverks vildu verkalýðsleiðtogar minnast á Taksim-torgi í miðborg Istanbúl í dag. Yfirvöld veittu leyfi fyrir fámennri minningarathöfn en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði leyft á torginu síðan herinn rændi völdum í Tyrklandi 1980. Spenna er mikil í landinu vegna deilna um val á næsta forseta. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, sækist eftir embættinu og óttast margir Tyrkir að ef hann komist til valda verði minni skil milli stjórnmála og trúarbragða í landinu. Herinn hefur hótað afskiptum og stjórnlagadómstóll tekur nú fyrir kæru stjórnarandstöðunnar sem vill að boðað verði þegar til þingkosninga og síðan verði valinn nýr forseti. Uppúr sauð í morgun þegar minningarathöfnin hófst og 580 mótmælendur voru handteknir. Að sögn lögreglu voru sumir þeirra vopnaðir byssum, hnífum og eldsprengjum. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Beinar útsendingar sjónvarpsstöðvanna voru bannaðar frá torginu um tíma. Óttast er að til frekari átaka kokmi í Istanbúl og á fleiri stöðum í Tyrklandi í dag. Hlutum Instanbúl hefur verið lokað fyrir umferð vegna þessa í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira