Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði 2. maí 2007 18:57 Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst. Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst.
Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira