Körfubolti

Brandon Roy kjörinn nýliði ársins

Brandon Roy þykir mikið efni
Brandon Roy þykir mikið efni NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Brandon Roy hjá Portland Trailblazers var í dag kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni með gríðarlegum yfirburðum. 127 af 128 nefndarmönnum settu hann í fyrsta sæti í kjörinu, en Andrea Bargnani hjá Toronto varð annar í kjörinu og Rudy Gay hjá Memphis varð þriðji.

Brandon Roy fékk alls 638 stig í kjörinu, Bragnani fékk 263 atkvæði og Gay fékk 93 atkvæði. Roy bar af öðrum nýliðum í vetur, þó hann hafi reyndar misst úr eina 20 leiki vegna meiðsla. Hann skoraði tæp 17 stig að meðaltali, hirti 4,4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og hefur verið lofaður fyrir leiðtogahæfileika sína strax á fyrsta ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×