Körfubolti

Phoenix komið í aðra umferð

NordicPhotos/GettyImages

Phoenix Suns tryggði sér í nótt sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með 119-110 sigri á LA Lakers á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna. Phoenix var í fluggírnum í gær eins og í öllu einvíginu og reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Lakers til að kyngja. Phoenix vann einvígið 4-1 og mætir San Antonio í næstu umferð.

Phoenix var yfir frá fyrstu mínútu leiksins og náði til að mynda 15 stiga forystu strax í öðrum leikhluta, en gestirnir neituðu að gefast upp. "Við burstuðum þá ekki, en þetta var nokkuð þægilegur leikur og við lentum aldrei í vandræðum. Við hefðum ef til vill geta spilað betur, en við vorum að spila við lið sem hafði engu að tapa - allir bjuggust við sigri okkar í kvöld," sagði Steve Nash hjá Phoenix.

Kobe Bryant var mjög svekktur eftir leikinn og sagði að Lakers yrði að gera breytingar ef það ætlaði sér að ná árangri. "Breytingar - og það strax," sagði hann. "Það er svekkjandi fyrir mig að liðið skuli enn vera á byrjunareit eftir þriggja ára uppbyggingu. Sumarið í sumar er stórt sumar. Við þurfum að skoða vandlega hvað við ætlum að gera sem félag og taka þau skref sem þarf að taka strax," sagði Bryant.

Amare Stoudemire var stigahæstur í Phoenix liðinu í nótt með 27 stig og 16 fráköst, Shawn Marion skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum og Steve Nash bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum.

Nú er ljóst að það verða San Antonio og Phoenix sem mætast í undanúrsiltum Vesturdeiildarinnar og þar er á ferðinni mjög áhugavert einvígi.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers emð 34 stig, Lamar Odom skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst, en næstur kom Ronny Turiaf með 12 stig og 10 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×