Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. Þetta er í annað sinn sem Megarunarlausi dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi.
Nánari upplýsingar um Megrunarlausa daginn má finna á heimasíðu samtakanna.