Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik 7. maí 2007 01:58 Sauma þurfti sex spor í nefið á Steve Nash eftir samstuðið við Tony Parker, en fjarvera hans í lokin var Phoenix dýr NordicPhotos/GettyImages San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld." NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld."
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira