Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:11 Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira