Framúrstefnulegri myndvinnsla verður í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Sérfræðingur sem unnið hefur fyrir breska ríkissjónvarpið hefur unnið að undirbúningi kosningasjónvarpsins.
Það styttist í kosningar og undirbúningur fyrir kosningasjónvarp Stöðvar tvö er í fullum gangi. Til að undirbúa útsendinguna er staddur hér á landi maður að nafni Jeremy Clarke sem í fjórtán ár vann fyrir bbc.
en við hverju mega áhorfendur búast þegar kosningavakan rennur upp á laugardagskvöldið? Jú því sem sést á myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.