Innlent

Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð

MYND/Valgarður

Valgerðu Sverrisdóttir utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir.

Valgerður sagði niðurstöðuna vonbrigði og þá sagðist hún vonast til þess að Framsókn næði inn þriðja manninum í Norðausturkjördæmi en flokkurinn var með fjóra menn þar eftir síðustu kosningar. Valgerður sagðist sömuleiðis vonast til að Jón Sigurðsson, formaður flokksins, næði inn á þing en tvísýnt er um það. Flokkurinn er með sjö þingmenn eins og staðan er nú.

Valgerður sagði að miðað við tölurnar sem komnar væru væri Framsókn á leið út út ríkisstjórn og að hún vænti þess að Geir H. Haarde bæðist lausnar fyrir ríkisstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×