Innlent

Geir talar fyrst við framsókn

MYND/365

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn muni ræða saman fari svo að ríkisstjórnin haldi velli. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf.

„Ég mun ræða fyrst við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi samstarf fari svo að stjórnin haldi velli," sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Geir vildi ekki segja til um hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti hugsað sér annað stjórnarsamstarf, þá annað hvort með Vinstri grænum eða Samfylkingunni.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi í samtali við Vísi ekki útiloka áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði þó of snemmt að gefa út einhverjar frekari yfirlýsingar.

Í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrr í kvöld útilokaði Jón áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf fari svo að Framsóknarflokkurinn bíði afhroð í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×