Innlent

Telur frjálslynda eiga mikið inni

MYND/365

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir stöðuna núna vera vonbrigði fyrir flokkinn. Hann gerir sér hins vegar vonir um að staðan muni breytast þegar líða tekur á nóttina.

„Í síðustu kosningum breyttist margt á síðasta sprettinum. Það er ekkert sem útilokar að slíkt gerist aftur," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í samtali við Vísi. „Ég á von á því að staðan í Norðvesturkjördæmi eigi eftir að breytast töluvert og að við náum inn tveimur mönnum þar."

Samkvæmt nýjustu tölum nær Kristinn H. Gunnarsson, annar maður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, ekki inn á þing. Flokkurinn er nú með 11.9 prósent atkvæða í kjördæminu og 6,9 á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×