Allt útlit fyrir að stjórnin haldi velli - Jón Sigurðsson inni á þingi 13. maí 2007 06:44 MYND/Valgarður Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn Kosningar 2007 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn
Kosningar 2007 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira