Innlent

Tæpur þriðjungur þingmanna konur

Björn Gíslason skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Tæpur þriðjungur alþingismanna er konur en þær eru einni fleiri en við upphaf síðasta kjörtímabils miðað við niðurstöður kosninganna.

Alls eru 20 konur á þingi og koma tvær þeirra úr Framsóknarflokknum, átta úr Sjálfstæðisflokknum, sex úr Samfylkingunni og fjórar úr Vinstri grænum en enga konu er að finna í þingflokki frjálslyndra.

Hjá Framsóknarflokknum er 28,5 prósent þingflokksins konur, 32 prósent hjá Sjálfstæðisflokknum, 33 prósent hjá Samfylkingunni og 44,4 prósent hjá Vinstri grænum. Eins og gefur að skilja er slíku hlutfalli ekki að dreifa hjá frjálslyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×