Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins.
Í fréttum RUV í kvöld kom fram að Jónína Bjartmarz muni sitja áfram í ráðherrastól þar til annar verður skipaður í hennar stað. Jónína sagði að flestir flokkar sæktust eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk, fáir tali fyrir samstarfi vinstri flokkanna.