Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix 15. maí 2007 11:56 Amare Stoudemire var góður í sigrinum á San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. San Antonio virtist vera með leikinn í hendi sér í gær en með gríðarlegri seiglu á lokasprettinum náði Phoenix að tryggja sér sigurinn á bak við góðan leik þeirra Steve Nash og Amare Stoudemire. Heitt var í kolunum á síðustu mínútunum þar sem Robert Horry var vikið úr húsi fyrir fautalega villu á Steve Nash. Atvikið gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér, því í kjölfarið yfirgáfu þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw varamannabekk Phoenix og gengu í átt að átökunum - en slíkt varðar leikbann samkvæmt ströngum reglum NBA deildarinnar. Phoenix tryggði sér sigurinn í nótt með því að vinna lokaleikhlutann 32-18 og næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli liðsins. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix þrátt fyrir að vera í bullandi villuvandræðum allan leikinn, Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 15 stoðsendingar. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst. Cleveland er nú komið í afar vænlega 3-1 stöðu gegn New Jersey eftir nauman útisigur í gær. Hittni liðanna var afar slök í gær en Cleveland-menn höfðu betur í lokin og unnu 87-85 sigur. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Larry Hughes skoraði 19 stig. Vince Carter skoraði 25 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðseningar fyrir New Jersey en hitti aðeins úr 6 af 23 skotum sínum utan af velli. Mikki Moore skoraði einnig 25 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig en hitti aðeins úr 3 af 12 skotum utan af velli. Jason Kidd hirti 17 fráköst í leiknum en hitti úr 2 af 13 skotum sínum. Fimmti leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 2:30 í nótt og annað kvöld verður fimmti leikur Cleveland og New Jersey í beinni á miðnætti. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. San Antonio virtist vera með leikinn í hendi sér í gær en með gríðarlegri seiglu á lokasprettinum náði Phoenix að tryggja sér sigurinn á bak við góðan leik þeirra Steve Nash og Amare Stoudemire. Heitt var í kolunum á síðustu mínútunum þar sem Robert Horry var vikið úr húsi fyrir fautalega villu á Steve Nash. Atvikið gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér, því í kjölfarið yfirgáfu þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw varamannabekk Phoenix og gengu í átt að átökunum - en slíkt varðar leikbann samkvæmt ströngum reglum NBA deildarinnar. Phoenix tryggði sér sigurinn í nótt með því að vinna lokaleikhlutann 32-18 og næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli liðsins. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix þrátt fyrir að vera í bullandi villuvandræðum allan leikinn, Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 15 stoðsendingar. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst. Cleveland er nú komið í afar vænlega 3-1 stöðu gegn New Jersey eftir nauman útisigur í gær. Hittni liðanna var afar slök í gær en Cleveland-menn höfðu betur í lokin og unnu 87-85 sigur. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Larry Hughes skoraði 19 stig. Vince Carter skoraði 25 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðseningar fyrir New Jersey en hitti aðeins úr 6 af 23 skotum sínum utan af velli. Mikki Moore skoraði einnig 25 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig en hitti aðeins úr 3 af 12 skotum utan af velli. Jason Kidd hirti 17 fráköst í leiknum en hitti úr 2 af 13 skotum sínum. Fimmti leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 2:30 í nótt og annað kvöld verður fimmti leikur Cleveland og New Jersey í beinni á miðnætti.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira