Staða Íbúðalánasjóðs óljós 24. maí 2007 18:45 Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði. Fréttir Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira