Groundhog Day í Detroit 25. maí 2007 09:56 LeBron reynir hér síðasta skot Cleveland í leiknum. MYND/AFP Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1. NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1.
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira