Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi.
Í fjórða og fimmta sæti voru Karlen Lind Tómasdóttir og Sigríður Hulda Árnadóttir. Alls tóku 24 stúlkur þátt í keppninni í ár.