Rashard Lewis á lausu í sumar 26. maí 2007 14:41 NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum. Lewis átti gott ár með Seattle í vetur þó liðinu gengi ekki sérlega vel, en hann skoraði yfir 22 stig að meðaltali í leik sem er það besta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann hefur verið hjá Seattle öll níu ár sín á ferlinum. Seattle getur raunar boðið Lewis besta samninginn af öllum liðum í deildinni eða sex ára samning, en óvíst er hvort hann muni taka því og hefur hann óskað eftir því að ganga í raðir sterkara liðs. Hann ætlar engu að síður að gefa Seattle möguleika á að bjóða sér góðan samning fyrst, áður en hann leitar annað. Seattle datt í lukkupottinn í nýliðalotteríinu um síðustu helgi þar sem félagið tryggði sér annan valrétt í sterku nýliðavalinu í sumar og þar mun annað hvort Kevin Durant eða Greg Oden standa liðinu til boða. Báðir leikmenn eru taldir mjög sterkir og tilbúnir að gera góða hluti strax, svo heilladísirnar virðast vera að snúast Seattle á band eftir mögur ár undanfarið. Félagið var fyrir nokkru selt til fjárfesta í Oklahoma City og talið var líklegt að næsta tímabil yrði það síðasta hjá félaginu í Seattle-borg. Í kjölfar þess að liðið fékk annan valréttinn í nýliðavalinu á dögunum hafa traustir stuðningsmenn liðsins þó heldur betur tekið við sér og seljast miðar á leiki liðsins á næsta tímabili betur en síðustu ár. Það er því loksins komin bjartsýni í stuðningsmenn þessa fornfræga félags, sem síðast komst í lokaúrslit NBA árið 1996. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum. Lewis átti gott ár með Seattle í vetur þó liðinu gengi ekki sérlega vel, en hann skoraði yfir 22 stig að meðaltali í leik sem er það besta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann hefur verið hjá Seattle öll níu ár sín á ferlinum. Seattle getur raunar boðið Lewis besta samninginn af öllum liðum í deildinni eða sex ára samning, en óvíst er hvort hann muni taka því og hefur hann óskað eftir því að ganga í raðir sterkara liðs. Hann ætlar engu að síður að gefa Seattle möguleika á að bjóða sér góðan samning fyrst, áður en hann leitar annað. Seattle datt í lukkupottinn í nýliðalotteríinu um síðustu helgi þar sem félagið tryggði sér annan valrétt í sterku nýliðavalinu í sumar og þar mun annað hvort Kevin Durant eða Greg Oden standa liðinu til boða. Báðir leikmenn eru taldir mjög sterkir og tilbúnir að gera góða hluti strax, svo heilladísirnar virðast vera að snúast Seattle á band eftir mögur ár undanfarið. Félagið var fyrir nokkru selt til fjárfesta í Oklahoma City og talið var líklegt að næsta tímabil yrði það síðasta hjá félaginu í Seattle-borg. Í kjölfar þess að liðið fékk annan valréttinn í nýliðavalinu á dögunum hafa traustir stuðningsmenn liðsins þó heldur betur tekið við sér og seljast miðar á leiki liðsins á næsta tímabili betur en síðustu ár. Það er því loksins komin bjartsýni í stuðningsmenn þessa fornfræga félags, sem síðast komst í lokaúrslit NBA árið 1996.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira