San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City 29. maí 2007 04:02 Manu Ginobili var óstöðvandi í fjórða leikhlutanum í nótt og skoraði þar 15 af 22 stigum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira