San Antonio í úrslit 31. maí 2007 04:18 Tim Duncan heldur hér á sínum fjórða verðlaunagrip á ferlinum fyrir sigur í Vesturdeildinni, en hann hefur alltaf náð að klára dæmið þegar hann hefur komist í lokaúrslitin NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn. NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira