Þrjú lið í NBA ráða þjálfara 1. júní 2007 04:41 Steve Kerr NordicPhotos/GettyImages Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira