Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu.
Brynjar Björn skoraði fallegt mark eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni í fyrri hálfleik en annars var hálfleikurinn frekar daufur. Seinni hálfleikur var aðeins fjörugri og nokkur færi litu dagsins ljós. Theodór Elmar Bjarnason og Birkir Már Sævarsson komu báðir inn á og spiluðu sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið og stóðu sig vel.
Þessi úrslit verða að teljast mikil vonbrigði og íslendingar sitja nú í 5. sæti í F-riðli með 4 stig.

