Sigurpáll og Nína sigruðu á Koprunni - þriðji hringurinn blásinn af 3. júní 2007 16:02 mynd/Hörður Sveinsson Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda.Sigurpáll lék hringinn í dag á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og lauk 36 holum á samtals 2 höggum yfir pari. Ottó Sigurðsson, Magnús Lárusson og Örn Ævar Hjartarson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals 8 höggum yfir pari.Ottó Sigurðsson, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Sigmundi Einari Mássyni og Alfreð Kristinssyni, lék hringinn í dag á 78 höggum. Sigmundur lék á 80 höggum í dag og Alfreð á 82 höggum. Nína Björk er að sigra á stigamóti í fyrsta sinn, en oft hefur hún lent í öðru og þriðja sæti. Hún var einu höggi á undan Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð önnur. Hin unga og efnilega, Signý Arnórsdóttir úr GK, hafnaði í þriðja sæti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall í stigamóti fullorðinna.Bætt hefur töluvert í vindinn eftir því sem liðið hefur á daginn og þá hafa komið miklar skúrir. Veðurstofan spáir að veðrið muni verða svipað það sem eftir er dags. Þetta er annað mótið í röð sem mótstjórn fellir niður lokahringinn á Kaupþingsmótaröðinni vegna veðurs.www.kylfingur.is Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda.Sigurpáll lék hringinn í dag á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og lauk 36 holum á samtals 2 höggum yfir pari. Ottó Sigurðsson, Magnús Lárusson og Örn Ævar Hjartarson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals 8 höggum yfir pari.Ottó Sigurðsson, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Sigmundi Einari Mássyni og Alfreð Kristinssyni, lék hringinn í dag á 78 höggum. Sigmundur lék á 80 höggum í dag og Alfreð á 82 höggum. Nína Björk er að sigra á stigamóti í fyrsta sinn, en oft hefur hún lent í öðru og þriðja sæti. Hún var einu höggi á undan Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð önnur. Hin unga og efnilega, Signý Arnórsdóttir úr GK, hafnaði í þriðja sæti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall í stigamóti fullorðinna.Bætt hefur töluvert í vindinn eftir því sem liðið hefur á daginn og þá hafa komið miklar skúrir. Veðurstofan spáir að veðrið muni verða svipað það sem eftir er dags. Þetta er annað mótið í röð sem mótstjórn fellir niður lokahringinn á Kaupþingsmótaröðinni vegna veðurs.www.kylfingur.is
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira