Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:15 Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira