Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum 7. júní 2007 19:09 Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira