Ungir ökumenn virðast vera farnir að hita upp fyrir svonefnda bíladaga á Akureyri næstu helgi, því lögreglan stöðvaði fjóra fyrir of hraðann akstur innanbæjar í gærkvöldi og í nótt. Engin var þó á ofsahraða.
Nokkur drykkjuskapur hefur fylgt bíladögunum og því verður tjaldstæðið við Þórunnarstræti lokað um helgina svo að íbúar í grenndinni verði ekki fyrir ónæði.