35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 12:26 Milan Martic var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í morgun. MYND/AP Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira