Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir 13. júní 2007 16:15 Edmilson AFP Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili. Edmilson segir að einbeitingarleysi, óstöðugleiki og sjálfsmiðun ónefndra leikmanna liðsins hafi skemmt andann í herbúðum þess í vetur og því hafi liðið ekki náð jafn góðum árangri og í fyrra. "Ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessu sambandi en það eru nokkrir hlutir í ólagi sem allir vita af og sumt af þessu hefur þegar lekið í fjölmiðla. Við spiluðum í sjö keppnum í vetur og hingað til hefur okkur aðeins tekist að sigra í Katalóníubikarnum og Meistarakeppninni. Það er ekki mikið. Ég get ekki sagt forráðamönnum liðsins nákvæmlega hvað þeir þurfa að laga en allir vita hvað er að. Þegar svona vandamál koma upp - verða menn að leysa þau," sagði Brasilíumaðurinn. Barcelona á veika von um að tryggja sér meistaratitilinn á Spáni í lokaumferðinni um helgina, en þá þarf liðið að treysta á að Real Madrid takist ekki að sigra Mallorca á heimavelli sínum í síðustu umferðinni. Barcelona og Real eru efst og jöfn að stigum með 73 stig hvort - en Real hafði betur í innbyrðisviðureignum og verður því meistari ef liðin enda jöfn að stigum. Barcelona sækir Gimnastic Tarragona heim um helgina, en liðið er þegar fallið. Sevilla á líka raunhæfa möguleika á titlinum, en liðið spilar við Villarreal á heimavelli og er tveimur stigum á eftir toppliðunum. Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili. Edmilson segir að einbeitingarleysi, óstöðugleiki og sjálfsmiðun ónefndra leikmanna liðsins hafi skemmt andann í herbúðum þess í vetur og því hafi liðið ekki náð jafn góðum árangri og í fyrra. "Ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessu sambandi en það eru nokkrir hlutir í ólagi sem allir vita af og sumt af þessu hefur þegar lekið í fjölmiðla. Við spiluðum í sjö keppnum í vetur og hingað til hefur okkur aðeins tekist að sigra í Katalóníubikarnum og Meistarakeppninni. Það er ekki mikið. Ég get ekki sagt forráðamönnum liðsins nákvæmlega hvað þeir þurfa að laga en allir vita hvað er að. Þegar svona vandamál koma upp - verða menn að leysa þau," sagði Brasilíumaðurinn. Barcelona á veika von um að tryggja sér meistaratitilinn á Spáni í lokaumferðinni um helgina, en þá þarf liðið að treysta á að Real Madrid takist ekki að sigra Mallorca á heimavelli sínum í síðustu umferðinni. Barcelona og Real eru efst og jöfn að stigum með 73 stig hvort - en Real hafði betur í innbyrðisviðureignum og verður því meistari ef liðin enda jöfn að stigum. Barcelona sækir Gimnastic Tarragona heim um helgina, en liðið er þegar fallið. Sevilla á líka raunhæfa möguleika á titlinum, en liðið spilar við Villarreal á heimavelli og er tveimur stigum á eftir toppliðunum.
Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira