706 sjóliðar í Reykjavík um helgina Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 12:14 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira