Rangt skor var settinn á 10. braut á heimasíðu mótsins í dag, en þar var Birgir sagður hafa leikið á pari en hann fékk fugl og lék hann því fyrstu 9 holurnar á einu höggi undir pari, en ekki pari eins og við greindum frá fyrr í dag.
Þetta er ellefta mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komst í gegnum niðurskuðrinn á sjö mótum til þessa. Keppendum verður fækkað niður í 70 eftir hringinn á morgun og ætti Birgir Leifur að eiga góða möguleika á að komast áfram með svipuðum leik á morgun. Hann er sem stendur í 155. sæti á peningalista evrópsku mótaraðarinnar með 65.229 evrur (5,5 milljónir ísl. kr.) í verðlaunafé.
Írinn David Higging er á besta skori dagsins, 65 höggum eða 6 höggum undir pari. Síðan kemur Ástralinn Simon Nash á 66 höggum. Sex kylfingar léku á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Það eru: Anders Schmidt Hansen frá Danmörku, Michael Lorezo-Vera frá Frakklandi og Spánverjarnir Carl Suneson og Santago Luna og Englendingarnir Daniel Denison og Marcus Higley.