Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagt að flatirnar ættu að vera betri í dag þar sem allar 18 flatirnar voru vökvaðar í gærkvöldi og hörðustu flatirnar voru vökvaðar aftur snemma í morgun.
Angel Cabrera frá Argentínu er með bestan árangur á mótinu eftir tvo hringi, en fremsti kylfingur heims, Tiger Woods, er fimm höggum á eftir honum. Cabrera hefur leikið 38 holur á 140 höggum. Hann er eini sem er á pari. Cabrera hefur aldrei unnið stórmót, en komst næst því fyrir 8 árum þegar hann lenti í 4 sæti Opna Breska Meistaramótsins.