Rice segir heiminn hafa brugðist íbúum Darfúr Jónas Haraldsson. skrifar 25. júní 2007 06:58 Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að heimurinn hefði brugðist íbúum Darfúr. Rice lét ummæli sín falla fyrir væntanlega ráðstefnu í París þar sem fjallað verður um málefni Darfúr. Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakka, Kínverja og Egypta munu sitja ráðstefnuna. Fleiri en 200 þúsund hafa látið lífið í átökunum á svæðinu og næstum tvær og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna þeirra. Átökin standa á milli uppreisnarmanna í Darfúr og vígasveita sem stjórnvöld styrkja. Uppreisnarmenn eru svartir Afríkubúar en vígasveitirnar samanstanda af arabískum uppruna. Barist hefur verið síðan árið 2003 en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum síðan að farið var að tala um þjóðarmorð. Nýverið samþykktu stjórnvöld í Súdan að hleypa nær 20 þúsund manna sameiginlegu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins inn í landið. Engu að síður er enn óttast að forseti Súdan, Omar al-Bashir eigi eftir að skipta um skoðun og neita að hleypa friðargæsluliðunum inn í landið. Þrátt fyrir að umheimurinn hafi í tvö ár sagt ástandið í Darfúr þjóðarmorð hefur lítið verið aðhafst í málum svæðisins. Hingað til hefur aðeins sjö þúsund manna lið Afríkubandalagsins verið í Darfúr. Sá fjöldi hefur ekki dugað til þess að binda endi á átökin eða vernda það fólk sem enn er á svæðinu. Erlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að heimurinn hefði brugðist íbúum Darfúr. Rice lét ummæli sín falla fyrir væntanlega ráðstefnu í París þar sem fjallað verður um málefni Darfúr. Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakka, Kínverja og Egypta munu sitja ráðstefnuna. Fleiri en 200 þúsund hafa látið lífið í átökunum á svæðinu og næstum tvær og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna þeirra. Átökin standa á milli uppreisnarmanna í Darfúr og vígasveita sem stjórnvöld styrkja. Uppreisnarmenn eru svartir Afríkubúar en vígasveitirnar samanstanda af arabískum uppruna. Barist hefur verið síðan árið 2003 en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum síðan að farið var að tala um þjóðarmorð. Nýverið samþykktu stjórnvöld í Súdan að hleypa nær 20 þúsund manna sameiginlegu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins inn í landið. Engu að síður er enn óttast að forseti Súdan, Omar al-Bashir eigi eftir að skipta um skoðun og neita að hleypa friðargæsluliðunum inn í landið. Þrátt fyrir að umheimurinn hafi í tvö ár sagt ástandið í Darfúr þjóðarmorð hefur lítið verið aðhafst í málum svæðisins. Hingað til hefur aðeins sjö þúsund manna lið Afríkubandalagsins verið í Darfúr. Sá fjöldi hefur ekki dugað til þess að binda endi á átökin eða vernda það fólk sem enn er á svæðinu.
Erlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira