Áherslan á innanríkismál Guðjón Helgason skrifar 28. júní 2007 18:45 Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist. Erlent Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin. Tilkynnt var um breytingar í ráðherraliðinu í morgun og í hádeginu stýrði Gordon Brown sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Ellefu ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn Tonys Blairs fá ekki sæti í þeirri nýju. David Miliband, fer úr umhverfisráðuneytinu og verður utanríkisráðherra í stað Margaret Beckett, sá næst yngsti í því embætti frá upphafi, fjörutíu og eins árs. Hann er sagður helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins. Hillary Benn, sonur gamla jálksins Tony Benn, tekur við umhverfisráðuneytinu. Jacqui Smith er nýr innanríkisráðherra, fyrst kvenna. Alistair Darling, náinn samstarfsmaður Browns, fjármálaráðherra og Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra, hækkaður í tign eftir að hann var færður til í embætti fyrir ári. Hann verður dómsmálaráðherra. Fyrir hópnum fer svo Skotinn Brown. Hann er fæddur í Glasgow árið 1951. Honum gekk vel í skóla og lauk Brown doktorsprófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla. Á háskólaárunum slasaðist Brown í rúgbíleik og missti fyrir vikið sjón á öðru auga og hélt þrjátíu prósent sjón á hinu. Brown var kosinn á þing árið 1983 og í stjórnarandstöðu var hann lengst af talsmaður flokksins í fjármálum. Brown gekk að eiga blaðafulltrúann Söruh Macauley árið 2000. Saman eiga þau tvo syni en dóttir þeirra lést aðeins nokkurra daga gömul. Clive Archer er prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University og kennir nú við sumarskóla Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hann segir að með Brown komi breyttar áherslur í stjórn Bretlands. Hann muni leggja mest upp úr innanlandsmálum þar sem hann sé á heimavelli. Tony Blair hafi líkað vel að baða sig í alþjóðlegum sviðsljósi sem hafi sýnt sig best í því að kveðjutúrinn hans ef svo megi segja hafi verið utan Bretlands. Archer telur að Brown muni láta sérfræðinga um utanríkismálin og gefa Miliband svigrúm til nýja starfsins. Archer bætir því þó við að Bretar séu í raun harla áhrifalitlir á alþjóðasviðinu. Þeir geti haft lítil áhrif á stórmál líkt og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs - eitthvað geti þeir hjálpað við og við en það velti allt á því hvernig mál þróist.
Erlent Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira