Þúsaldarmarkmiðin í hættu Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 19:37 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist. Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira