Ísland burstaði Ungverja
Íslenska handboltalandsliðið skipað piltum yngri en 19 ára vann í morgun sinn fyrsta leik á opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð þegar það burstaði Ungverja 23-14. Íslenska liðið hafði yfir 11-9 í hálfleik en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Anton Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk. Liðið mætir Austurríkismönnum síðar í dag.