Gordon Brown lagði, í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra í Breska þinginu í dag, til að þingið fengi aukið vald í viðamiklum málum. Brown lofaði því að þingið fengi að hafa síðasta orðið í mögulegum ákvörðunum um stríð og einnig meira vægi í alþjóðlegum samningum.
Brown lagði til ýmsar breytingar á stjórnskipulaginu og sagði Bresku ríkisstjórnina geta með þeim þjónað almenningi betur.
Þá sagðist Brown meðal annars ætla að koma á fót þjóðaröryggisráði og í því sambandi verður reglulega birt þjóðaröryggisáætlun.
Brown kynnti einnig breytingartillögur fyrir sameiginlegar nefndir í hverjum landshluta fyrir sig.