PlayStation 3 lækkar í verði 9. júlí 2007 09:16 PlayStation 3 leikjatölva. Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Breska ríkisútvarpið bendir á að leikjatölvan frá Microsoft, Xbox 360, sé einungis 20 dölum ódýrari en PS3 leikjatölvan. Báðar tölvurnar eru hins vegar tvöfalt dýrari en Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Nintendo seldi 1,78 milljón leikjatölvur í Japan á fyrstu sex mánuðum árs. Sony hefur seldi á sama tíma rétt rúmlega hálfa milljón leikjatölva en Microsoft rúmlega 122 þúsund tölvur. Aðra sögu er hins vegar að segja á bandaríska leikjatölvumarkaðnum en þar ber Nintendo höfuð og herðar yfir hina keppinautana tvo. Erlent Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Breska ríkisútvarpið bendir á að leikjatölvan frá Microsoft, Xbox 360, sé einungis 20 dölum ódýrari en PS3 leikjatölvan. Báðar tölvurnar eru hins vegar tvöfalt dýrari en Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Nintendo seldi 1,78 milljón leikjatölvur í Japan á fyrstu sex mánuðum árs. Sony hefur seldi á sama tíma rétt rúmlega hálfa milljón leikjatölva en Microsoft rúmlega 122 þúsund tölvur. Aðra sögu er hins vegar að segja á bandaríska leikjatölvumarkaðnum en þar ber Nintendo höfuð og herðar yfir hina keppinautana tvo.
Erlent Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira