Pakistanski herinn sagði í morgun að aðgerðir við Rauðu moskuna væru á lokastigi rúmum sólarhring eftir að aðgerðir hófust. Enn heyrast þaðan sprengingar og skothvellir. Herskái klerkurinn Abdul Rashid Ghazi lést í aðgerðum hersins í gær ásamt 50 stuðningsmönnum sínum. Þá var 50 konum og börnum bjargað úr moskunni.
Töluverð hætta er á bakslagi vegna aðgerðanna þar sem klerkar andsnúnir Pervez Musharraf, forseta landins, gætu nýtt sér atburðina við Rauðu moskuna til þess að safna liði gegn honum.