Í skýrslutöku hjá lögreglu Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 13:46 Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali. Þegar fréttastofa kannaði vefsíðu rússneskrar fylgdarþjónustu í gær voru þar upplýsingar um Reykjavíkurheimsókn tuttugu og þriggja ára konu sem kallar sig Ornellu. Þar var útlistuð nákvæmlega það kynlíf sem var í boði og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Ítarlegur verðlisti var á síðunni og með auðveldum hætti hægt að panta einn eða fleiri klukkutíma í gær og næstu þrjá daga þar á eftir. Fréttastofa pantaði tíma og reyndi að ná tali af koununni - en hún vildi ekki veita viðtal. Þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar var skoðuð í morgun var Ornella ekki lengur á forsíðunni en þegar nánar var skoðað mátti finna upplýsingar um hana en ekki var hægt að bóka heimsókn í Reykjavík. Þær upplýsingar fengust síðan hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að málið hefði verið tekið til skoðunar vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lögregla fór þegar til hennar á hótelið í gærkvöldi og kom hún síðan á lögreglustöð til skýrslutöku í morgun. Vildi lögregla lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Of snemmt væri að segja til um hvort það tengdist mansali. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að mál sem þessi geti vissulega komið upp á hótelum hvar sem er. Nordica og önnur hótel Icelandair hafi viðbragðsáætlun og henni hafi verið fylgt eftir frétt Stöðvar 2. Konunni hefi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali. Þegar fréttastofa kannaði vefsíðu rússneskrar fylgdarþjónustu í gær voru þar upplýsingar um Reykjavíkurheimsókn tuttugu og þriggja ára konu sem kallar sig Ornellu. Þar var útlistuð nákvæmlega það kynlíf sem var í boði og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Ítarlegur verðlisti var á síðunni og með auðveldum hætti hægt að panta einn eða fleiri klukkutíma í gær og næstu þrjá daga þar á eftir. Fréttastofa pantaði tíma og reyndi að ná tali af koununni - en hún vildi ekki veita viðtal. Þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar var skoðuð í morgun var Ornella ekki lengur á forsíðunni en þegar nánar var skoðað mátti finna upplýsingar um hana en ekki var hægt að bóka heimsókn í Reykjavík. Þær upplýsingar fengust síðan hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að málið hefði verið tekið til skoðunar vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lögregla fór þegar til hennar á hótelið í gærkvöldi og kom hún síðan á lögreglustöð til skýrslutöku í morgun. Vildi lögregla lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Of snemmt væri að segja til um hvort það tengdist mansali. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að mál sem þessi geti vissulega komið upp á hótelum hvar sem er. Nordica og önnur hótel Icelandair hafi viðbragðsáætlun og henni hafi verið fylgt eftir frétt Stöðvar 2. Konunni hefi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira