Sjálfsíkveikja varð í dráttarvél
Eldur kviknaði í dráttarvél á bæ í grennd við Akureyri í nótt. Kallað var á slökkvilið, sem slökkti eldinn á skammri stundu, en þá var vélin ónýt. Svo vel vildi til að hún stóð ekki nálægt húsum, þannig að ekki skapaðist hætta af. Talið er að bilun í rafkerfi hafi valdið sjálfsíkveikju.
Fleiri fréttir
