Sport

Árshátíð Kraft fór fram í dag

Risajeppinn lét sig ekki muna um að keyra yfir tvo fólksbíla á planinu í Hátúni í dag
Risajeppinn lét sig ekki muna um að keyra yfir tvo fólksbíla á planinu í Hátúni í dag Mynd/Börkur Bóasson

Árshátið Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Hátúni í dag og þar var mikið um dýrðir. Þar var meðal annars kraftakeppni þar sem óvæntar hetjur tóku þátt og hápunkturinn var án efa þegar einn stærsti jeppi landsins gerði sér lítið fyrir og ók yfir tvo fólksbíla. Sjáðu myndir frá keppninni í albúmi sem fylgir fréttinni.

Í aflraunakeppninni var það einkaþjálfarinn Jón Bóndi Gunnarsson sem bar sigur úr býtum, en þar voru á meðal keppenda menn á borð við Ringo, Skaga-Kobbi, Grétar Big-G, Hjalti Úrsus og nokkrir vaskir piltar úr handknattleiksdeild Fram sem tóku þátt í keppninni sem hluta af óvissuferð. Keppt var í nokkuð óhefðbundnum greinum eins og jeppadrætti, hjólböruakstri, Gústavsberg-göngu með klósett og rúsínan í pylsuendanum var án efa útkastarakeppnin.

Smelltu á myndirnar í albúminu hér fyrir neðan til að sjá stærri myndir af átökunum í dag. Myndirnar tók Börkur Bóasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×