Hópur fólks hengdi í dag upp mótmælaborða á Ráðhús Hafnarfjarðar með áletruninni: Nei þýðir nei – stækkun er glæpur.
Hópurinn strengdi einnig borða á verslunarmiðstöðina Fjörð með eftirfarandi skilaboðum til Hafnfirðinga: Kæru Hafnfirðingar. Nietzsche drap guð - Lúðvík drap lýðræðið.
Þetta er gert til að mótmæla því hvernig niðurstaða íbúakosningarinnar um stækkun álversins í Straumsvík virðist vera bæði gleymd og grafin, segir í tilkynningu frá hópnum.