Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Ívar Aron Hill Ævarsson í 45 daga fangelsi fyrir innbrotstilraun í íbúðarhúsnæði þann 5. júlí síðastliðinn og fyrir að aka bifreið án ökuréttinda sama dag. Ívar á að baki dóma og dómsættir vegna fjölmargra hegningalagabrota.
Í dómnum kemur fram að Ívar Aron hafi verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness þann 12. júlí síðastliðinn fyrir fjölmörg brot, meðal annars á almennum hegningarlögum. Hann hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 30. janúar til 2. júlí vegna þessa máls.
Þá gerði Ívar Aron sátt hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þann 31. janúar síðastliðinn um greiðslu 45.500 króna sektar vegna fíkniefnalagabrots. Þremur árum áður hafði hann einnig gert sátt hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði um greiðslu 134 þúsund króna sektar vegna brota á fíkniefnalögum.

