Manhunt 2 kemur út í Bandaríkjunum 27. ágúst 2007 15:31 Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Fyrri útgáfa leiksins var einungis leyfð fyrir fullorðna af nefnd sem skoðar tölvuleiki í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að það hafi ekkert lagalegt gildi þá leyfa helstu leikjatölvuframleiðendur eins og Microsoft, Sony og Nintendo ekki slíka leiki á vélum sínum. Þannig að 17 ára leyfið fyrir nýju útgáfuna er mikill sigur fyrir Take-Two sem eru framleiðendur leiksins. Ekki hefur verið tekinn afstaða til nýju útgáfunnar í Bretlandi. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Þessir leikir hafa verið mjög umdeildir og upprunalegi leikurinn Manhunt var bannaður börnum yngri en 18 ára þegar hann kom út árið 2003 í Bretlandi. Seinna var honum kennt um morðið á 14 ára dreng. Stefan Pakeerah var stunginn og barinn til bana af hinum 17 ára Warren LeBlanc. Foreldrar Pakeerah vilja meina að morðinginn hafi verið undir áhrifum frá Manhunt. Þá tók fjöldi verslana í Lundúnum tölvuleikinn úr sölu. Tony Blair þáverandi forsætisráðherra blandaði sér í málið og lýsti því yfir að vernda þyrfti börn fyrir svona leikjum. Morðinginn hlaut lífstíðarfangelsi. Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Fyrri útgáfa leiksins var einungis leyfð fyrir fullorðna af nefnd sem skoðar tölvuleiki í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að það hafi ekkert lagalegt gildi þá leyfa helstu leikjatölvuframleiðendur eins og Microsoft, Sony og Nintendo ekki slíka leiki á vélum sínum. Þannig að 17 ára leyfið fyrir nýju útgáfuna er mikill sigur fyrir Take-Two sem eru framleiðendur leiksins. Ekki hefur verið tekinn afstaða til nýju útgáfunnar í Bretlandi. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Þessir leikir hafa verið mjög umdeildir og upprunalegi leikurinn Manhunt var bannaður börnum yngri en 18 ára þegar hann kom út árið 2003 í Bretlandi. Seinna var honum kennt um morðið á 14 ára dreng. Stefan Pakeerah var stunginn og barinn til bana af hinum 17 ára Warren LeBlanc. Foreldrar Pakeerah vilja meina að morðinginn hafi verið undir áhrifum frá Manhunt. Þá tók fjöldi verslana í Lundúnum tölvuleikinn úr sölu. Tony Blair þáverandi forsætisráðherra blandaði sér í málið og lýsti því yfir að vernda þyrfti börn fyrir svona leikjum. Morðinginn hlaut lífstíðarfangelsi.
Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira