Stóra Lúkasarmálið týnt í kerfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2007 21:23 Fjaðrafokinu vegna Lúkasar virðist seint ætla að linna. Mynd/ Klara Sólrún Hjartardóttir Öll gögn í Lúkasarmálinu eru týnd að því er virðist. Hvorki lögreglan á Akureyri né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við að málið sé á þeirra borðum. Erlendur Þór Gunnarsson, lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar, sagði í samtali við Vísi í dag að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði rannsakað málið í sumar. Síðan hefði verið tekin sú ákvörðun að fela það lögreglunni á Akureyri. Arnþrúður Þórarinsdóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta. "Málið var framsent héðan til lögreglustjórans á Akureyri þann 2. ágúst síðastliðinn," segir hún í svari sínu til Vísis. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá lögreglunni á Akureyri, segir hins vegar að málið hafi ekki borist inn á borð til þeirra. Helgi Rafn Brynjarsson var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri. Eftir það rigndi yfir hann hótunum á Netinu. Síðar kom í ljós að Lúkas var á lífi og við ágæta heilsu. Erlendur Þór Gunnarsson segir að lagðar hafi verið fram kærur á hendur 100 manns. Þeir verði krafðir um skaðabætur á bilinu 100 þúsund krónur til ein milljón á hvern einstakling. Erlendur segir ennfremur að ákveði lögreglan að gefa ekki út ákærur í málinu þá verði höfðað einkamál gegn flestum þeirra sem hafa verið kærðir. Lúkasarmálið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Öll gögn í Lúkasarmálinu eru týnd að því er virðist. Hvorki lögreglan á Akureyri né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við að málið sé á þeirra borðum. Erlendur Þór Gunnarsson, lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar, sagði í samtali við Vísi í dag að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði rannsakað málið í sumar. Síðan hefði verið tekin sú ákvörðun að fela það lögreglunni á Akureyri. Arnþrúður Þórarinsdóttir, lögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta. "Málið var framsent héðan til lögreglustjórans á Akureyri þann 2. ágúst síðastliðinn," segir hún í svari sínu til Vísis. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá lögreglunni á Akureyri, segir hins vegar að málið hafi ekki borist inn á borð til þeirra. Helgi Rafn Brynjarsson var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri. Eftir það rigndi yfir hann hótunum á Netinu. Síðar kom í ljós að Lúkas var á lífi og við ágæta heilsu. Erlendur Þór Gunnarsson segir að lagðar hafi verið fram kærur á hendur 100 manns. Þeir verði krafðir um skaðabætur á bilinu 100 þúsund krónur til ein milljón á hvern einstakling. Erlendur segir ennfremur að ákveði lögreglan að gefa ekki út ákærur í málinu þá verði höfðað einkamál gegn flestum þeirra sem hafa verið kærðir.
Lúkasarmálið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira