Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér 14. september 2007 14:37 Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggisfyrir- tækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér. Eva hóf störf hjá japanska fyrirtækinu Trend Micro árið 1988, sem þá sérhæfði sig í afritunarvörnum fyrir hugbúnað. Eftir því sem tölvuglæpum fjölgaði færði fyrirtækið sig yfir í öryggisgeirann, og sinnir því eingöngu í dag. Árið 1996 tók hún við stöðu tæknistjóra hjá fyrirtækinu, og varð forstjóri átta árum síðar. „Ég held að það sé mögulegt að vinna stríðið gegn tölvuþrjótum, en til þess þurfa ríkisstjórnir að standa sig miklu betur," segir hún. „Líkt og þú þarft ökuskírteini til að mega keyra ættirðu kannski að þurfa einhvers konar lágmarkskennslu í netöryggi áður en þú ferð á netið og smellir á alla hlekki sem þú færð senda." Hún segir tegund tölvuóværu hafa breyst til muna á stuttum tíma. „Fyrir nokkrum árum voru vírusar nokkuð sem háskólakrakkar bjuggu til í frítíma sínum, og þeir höfðu engan annan tilgang en að valda sem mestum skemmdum. Nú eru vírusarnir og tölvuormarnir fram- leiddir af glæpamönnum í hreinu gróðaskyni. Með því að senda út óværu geta þeir náð völdum yfir hundruð þúsundum tölva og notað þær til að stela persónuupplýsingum og ráðast samtímis á önnur tölvu- kerfi. „Samkvæmt nýlegri úttekt bandaríska tímaritsins Consumer Reports á stöðunni í netöryggis- málum eru fjórðungslíkur á því að venjulegur tölvunotandi lendi í ein- hvers konar hremmingum vegna tölvuglæpa. Helmingur verður fyrir miklu magni ruslpósts, fimmt- ungur verður fyrir tjóni vegna víruss og tæp tíu prósent lenda í vandræðum vegna spilliforrita (e. malware). Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggisfyrir- tækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér. Eva hóf störf hjá japanska fyrirtækinu Trend Micro árið 1988, sem þá sérhæfði sig í afritunarvörnum fyrir hugbúnað. Eftir því sem tölvuglæpum fjölgaði færði fyrirtækið sig yfir í öryggisgeirann, og sinnir því eingöngu í dag. Árið 1996 tók hún við stöðu tæknistjóra hjá fyrirtækinu, og varð forstjóri átta árum síðar. „Ég held að það sé mögulegt að vinna stríðið gegn tölvuþrjótum, en til þess þurfa ríkisstjórnir að standa sig miklu betur," segir hún. „Líkt og þú þarft ökuskírteini til að mega keyra ættirðu kannski að þurfa einhvers konar lágmarkskennslu í netöryggi áður en þú ferð á netið og smellir á alla hlekki sem þú færð senda." Hún segir tegund tölvuóværu hafa breyst til muna á stuttum tíma. „Fyrir nokkrum árum voru vírusar nokkuð sem háskólakrakkar bjuggu til í frítíma sínum, og þeir höfðu engan annan tilgang en að valda sem mestum skemmdum. Nú eru vírusarnir og tölvuormarnir fram- leiddir af glæpamönnum í hreinu gróðaskyni. Með því að senda út óværu geta þeir náð völdum yfir hundruð þúsundum tölva og notað þær til að stela persónuupplýsingum og ráðast samtímis á önnur tölvu- kerfi. „Samkvæmt nýlegri úttekt bandaríska tímaritsins Consumer Reports á stöðunni í netöryggis- málum eru fjórðungslíkur á því að venjulegur tölvunotandi lendi í ein- hvers konar hremmingum vegna tölvuglæpa. Helmingur verður fyrir miklu magni ruslpósts, fimmt- ungur verður fyrir tjóni vegna víruss og tæp tíu prósent lenda í vandræðum vegna spilliforrita (e. malware).
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira